Kjörið að hygge sig á námskeiðinu í MögguHúsi og komast í burtu frá tölvudrasli, tækni, óreiðu, stressi og vera nær upprununum! "Dásamlegur staður, það er svo skrítið að ferðin í fyrrasumar er eins og óraunverulegur draumur."
Boðið er uppá námskeið um vor, sumar og haust. Þetta er námskeið í vatnslitun og er ferðalag sem snýst um andlega næringu, upplifun, mystik og töfra listamannsins. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna og hentar öllum sem unna listum og ævintýrum! Kjörið td fyrir grunn, framhalds- og leikskólakennara. Unnið er undir berum himni í náttúrunni, þorpunum í kring og á vinnustofu sem verið er að gera upp spölkorn frá húsinu. Dvölin eru 7 nætur, 4 kennsludagar og ein til tvær dagsferðir eru farnar til að skoða gallerí og söfn eða önnur menningarverðmæti. Hópurinn er fámennur, aðeins fjórir og tekur sama flug og leigir bílaleigubíl saman. Það sem þarf að koma með er: Vatnslitir, penslar, Ipad eða sími en tækin eru hluti af skissugerðinni. Eingöngu er í boði að koma með handfarangur (flugfreyjutaska og handtaska)
"Magnað og ævintýraleg upp á að dvelja þarna. Maður er nánast eins og á milli svefns og vöku og nær að endurnærast. Takk fyrir góðar stundir í Möguhúsi og dásamlegu umhverfi."
Innifalið í verði: Kennsla í 4 daga, ein til tvær dagsferðir eru farnar til að skoða gallerí og söfn eða önnur menningarverðmæti, gisting í 7 nætur. Nothæfur vatnlitapappír og flest annað til listsköpunar en þið komið með vatnsliti, pensla, Ipad eða síma fyrir skissugerð.
Eftirfarandi er skipulagningin á námskeiðinu en geta verið breytingar því við förum eftir veðri, vindum og hugdettum:
9:00 til 13:00 Kennsla í 4 daga á vinnustofunni, mæting kl. 9:00.
Eftir hádegið vinna nemendur sjálfstætt, án kennara og æfa sig í vatnslitun og skissugerð. Oftast bætast við skissuferðir eftir hádegið, að horfa og nema en fer alltaf eftir veðri og hvernig hópurinn er stemmdur. Ein til tvær dagsferðir eru farnar til að skoða gallerí og söfn eða önnur menningarverðmæti eða frjáls dagur fyrir hópinn. Ef hópurinn dvelur ekki í París er hægt að fara þangað til að skoða söfn og gallerí. Hingað til að hafa eingöngu konur komið og oft þekkjast þær ekki en hafa allar sömu ástríðuna fyrir listinni og eru því meðal jafningja. Mikil nánd er á námskeiðinu sem er ekki fyrir alla. Greiða verður staðfestingargjald 300 evrur í upphafi sem ekki er endurgreitt en verður að inneign ef hætt er við ferðina. Námskeiðsgjaldið er greitt 2 mánuði fyrir komu. Ef hætt er við ferðina þá er ekki um endurgreiðslu að ræða heldur inneign. Flestir hóparnir gista 1 til 3 nætur í París á heimleið til að skoða myndlistarsýningar, söfn og annað sem borgin hefur upp á að bjóða.
Undanfarin 10 ár hafa verið vatnslitanámskeið í MögguHúsi á hverju sumri en MögguHús er vinnustofa listmálarans Margrétar Jónsdóttur en hún hefur yfir 30 ára reynslu í myndlistarkennslu og hefur hlotið Winsor&Newtonverðlaun Norrænu akvarellsamtakanna.
Hver er Margrét Jónsdóttir ?
Margrét Jónsdóttir var ein þeirra níu kvenna sem valdar voru á rannsóknarsýningunni Ólga / Swell á Kjarvalsstöðum á síðasta ári 2025. Sýningin fjallaði um hvernig myndlistarkonur á Íslandi, komu fram og sigruðu. Komu með eitthvað nýtt, bæði metnað og sem breytti listasögunni. Þær ögruðu rótgróinni arfleið, með kvennlægu óvenjulegu sjónhorni, í lok síðustu aldar. Sýningarstjóri þessarar sterku sýningar var Becky Forsythe.
Margrét hlaut Winsor&Newtonverðlaun Norrænu akvarellsamtakanna 2023 fyrir áhugavert feminískt myndmál og listræna leit innan vatnslitamálverksins. Hún er f ædd í Reykjavík og starfar að list sinni í Frakklandi og Íslandi. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í London árið 1975. Menntuð við Myndlista og handíðaskóla Íslands með tvær diplómur, grafík/listmálun og grafísk hönnun, postgraduatenám í grafík við Central St. Martins Collage of Art, London og prófskírteini frá Kennaraháskóla Íslands. Einn af stofnendum og eina konan við Gallerý Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Er í ritinu „Íslensk listasaga“ sem er fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Einn af stofnendum og kosin í stjórn Hagsmunafélags Myndlistarmanna þar sem eina markmið félagsins var að sameina myndlistarfélögin til að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum sem varð SÍM. https://www.instagram.com/mjons_artist/
Tekjur af námskeiðunum fara í viðgerðir og endurbætur en svona gömul hús þurfa stöðugt viðhald, Ég vil þakka gestum og nemendum sem hafa komið því án þeirra hefði ég aldrei náð að halda MögguHúsi en Hrunið rústaði draumum og heilsu margra. Þetta er hugsjónarstarf og ekki hugsað sem fjárfesting og átti að verða art residency fyrir íslenska listamenn sem vilja dvelja í franskri sveit. https://www.facebook.com/mogguhusartholiday
Comments
Post a Comment