Kjörið að hygge sig á námskeiði í MögguHúsi og komast í burtu frá tölvudrasli, tækni, óreiðu og stressi og vera nær upprunanum! Það er ekki hægt að vera í sveitum Frakklands án þess að hafa bíl og þar sem þetta er fámennt námskeið eða fjórir þá verður hópurinn að vera samtaka og taka flug og bílaleigubíl saman.
Get link
Facebook
X
Pinterest
Email
Other Apps
Lífið er eins og súrdeig!
Skemmtileg og fræðandi myndskeið um súrdeigið hérna fyrir neðan en framtíðin er að baka eigið brauð ásamt gestum. Öll innkoma af leigu og námskeiðum fara í þakviðgerðir og vil ég þakka gestum og nemendum sem hafa komið því án þeirra hefði ég aldrei náð að halda MögguHúsi. MögguHús er nokkrar byggingar en líf mitt hefur snúist um að eignast vinnustofu og geta unnið í friði fyrir brauðstritinu en því miður rústaði Hrunið draumum og heilsu margra. Húsið er íbúð og vinnustofa listamanns og er hugsjónarstarf og ekki hugsað sem fjárfesting en verður vonandi art residency í framtíðinni fyrir íslenska listamenn sem vilja dvelja í franskri sveit. ArtHoliday og workshop er endurtekið í fimmta sinn núna í sumar. Námskeiðið er í vatnslitun fyrir byrjendur og lengra komna og hentar öllum sem unna listum og ævintýrum ...kjörið t.d. fyrir grunn og framhaldsskólakennara og leikskólakennara. Unnið verður úti undir berum himni í garðinum og á vinnustofu sem verið er að gera upp spölkorn frá húsinu. Vatnslitur er þægilegur á ferðalögum og eins þegar vinnuaðstaðan er lítil ..oftast þarf ekki nema eitt lítið borð. Þegar ég kenni þá vil ég ekki að nemendur máli eins og ég heldur geri tilraunir og reyni að finna eigin samhljóm …ferlið sjálft í myndgerðinni er heilandi og skiptir meira máli en útkoman. Sendið póst á frakklandsferdir@hotmail.com til að fá nánari upplýsingar.
Sendið póst á frakklandsferdir@hotmail.com til að fá nánari upplýsingar.
Comments
Post a Comment