Kjörið að hygge sig á námskeiði í MögguHúsi og komast í burtu frá tölvudrasli, tækni, óreiðu og stressi og vera nær upprunanum! Það er ekki hægt að vera í sveitum Frakklands án þess að hafa bíl og þar sem þetta er fámennt námskeið eða fjórir þá verður hópurinn að vera samtaka og taka flug og bílaleigubíl saman.
Get link
Facebook
X
Pinterest
Email
Other Apps
ArtHoliday í MögguHúsi í Frakklandi árið 2024
"Dásamlegur staður, það er svo skrítið að ferðin í fyrrasumar er eins og óraunverulegur draumur."
"Magnað svæði og ævintýraleg upplifun að dvelja þarna. Maður
er nánast eins og á milli svefns og vöku og nær að endurnærast. Takk fyrir
góðar stundir í Mögguhúsi og dásamlegu umhverfi."
Boðið er uppá námskeið um vor, sumar og haust. Þetta er námskeið
í vatnslitun og er ferðalag sem snýst um andlega næringu, upplifun, mystik og töfra
listamannsins. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna og hentar öllum
sem unna listum og ævintýrum! Kjörið t.d. fyrir grunn, framhalds og
leikskólakennara. Unnið er undir berum himni í náttúrunni, þorpunum í kring og
á vinnustofu sem verið er að gera upp spölkorn frá húsinu. Dvölin er 7 nætur og
þar af 4 kennsludagar og ein til tvær dagsferðir eru farnar til að skoða gallerí og söfn eða önnur menningarverðmæti.
Hópurinn er fámennur eða aðeins fjórir og tekur sama flug og
leigir bílaleigubíl saman. Það sem þarf að koma með er: Vatnslitir, penslar, blýantur, strokleður, yddari, skissubók. Ipad eða sími en þessi tæki eru hluti af skissugerðinni. Eingöngu er í boði að koma með handfarangur
(flugfreyjutaska og handtaska)
Námskeiðið miðast við fjóra, ef færri vilja koma þá er það ekkert mál en kostar þá meira á mann. Einkakennsla er frá 1 til 4 manneskjur. Þetta er fámennt námskeið þar sem er gist og starfað á heimili íslenskrar listakonu í Frakklandi sem hlaut Norræn vatnslitaverðlaun the Winsor & Newton/Nordic Watercolor Association Prize 2023. https://www.instagram.com/mjons_artist/
Öll innkoma af leigu og námskeiðum fara í viðgerðir og vil
ég þakka gestum og nemendum sem hafa komin því án þeirra hefði ég aldrei náð að
halda MögguHúsi en Hrunið hefur rústað draumum og heilsu margra. Húsið er íbúð
og vinnustofa listamanns og er hugsjónarstarf og ekki hugsað sem fjárfesting og
verður vonandi art residency í framtíðinni fyrir íslenska listamenn sem vilja
dvelja í franskri sveit.
Dvölin er í MögguHúsi í Frakklandi sem er yfir 300 ára gamalt hús, heimili og vinnustofa listamanns.
MögguHús er
heimili og vinnustofa Margrétar Jónsdóttur listmálara sem starfað hefur
samfleytt að myndlist í 50 ár ásamt kennslu í 30 ár. Húsið er um 300 ára gamalt
og stendst því ekki þá félagslegu einangrun sem krafist er í dag. Margir sem
koma á námskeiðin eru hræddir um svefnaðstöðuna sem ég kalla „opið rými“ sem
það er í raun ekki en allir hafa sitt prívat. Þetta snýst auðvitað um að taka tillit til allan
tímann.
Innifalið í verði: Kennsla í 4 daga, ein til tvær dagsferðir eru farnar til að skoða gallerí og söfn eða önnur menningarverðmæti, gisting í 7 nætur. Nothæfur vatnslitapappír en hægt að kaupa betri pappír.
Eftirfarandi er skipulagningin á námskeiðinu en geta verið breytingar því við förum eftir veðri, vindum og hugdettum:
9:00 til 13:00 Kennsla í 4 daga á vinnustofunni, mæting kl. 9:00
Eftir hádegið vinna nemendur sjálfstætt, án kennara og æfa sig í vatnslitun og skissugerð.
Ein til tvær dagsferðir eru farnar til að skoða gallerí og söfn eða önnur menningarverðmæti eða frjáls dagur fyrir hópinn. Ef hópurinn dvelur ekki í París við lok ferðar er mögulegt að fara í dagsferð þangað til að skoða eitthvert ákveðið safn. Hægt er að lengja dvölina.
Hingað til hafa eingöngu konur komið og oftast þekkjast þær ekki en hafa allar sömu ástríðuna fyrir listinni og eru því meðal jafningja. Mikil nánd er á námskeiðinu sem er ekki fyrir alla. Greiða verður staðfestingargjald 300 evrurí upphafi sem ekki er endurgreitt en verður að inneign ef hætt er við ferðina. Greiða verður námskeiðsgjaldið 2 mánuðum fyrir komu en ef hætt er við af einhverjum ástæðum þá er ekki um endurgreiðslu að ræða heldur inneign. Flestir hóparnir gista 1 til 3 nætur í París á heimleið til að skoða myndlistarsýningar, söfn og annað sem borgin hefur uppá að bjóða.
Kennari: Listmálarinn Margrét Jónsdóttir er fædd í Reykjavík og starfar að list sinni í
Frakklandi og Íslandi. Hún hefur unnið óslitið sem myndlistarmaður í 50 ár allt frá útskrift MHÍ 1974. Það eru 49 ár frá fyrstu sýningu hennar í London. Hún var einnig alin upp á heimili og fjölskyldu listamanna svo hún þekki ekki annað en streð listamannsins!
Margrét er menntuð við Myndlista og Handíðaskóla Íslands,
diplóma í frjálsri myndlist/grafík árið 1974. Masternám (Postgraduate) við Central Saint
Martin’s College of Art í London árin 1974 til 1976. Myndlista og Handíðaskóla Íslands,
diplóma í grafískri hönnun árið 1984. Diplóma frá Kennaraháskólanum árið 1997. Hún
hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og
erlendis. Margrét var einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð
í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún er í ritinu „Íslensk listasaga“, sem er fimm
binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Einn af
stofnendum Hagsmunafélags Myndlistarmanna sem var undanfari Sambands Íslenskra
Myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir hana eru í eigu helstu listasafna
landsins. Hefur hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Félagi í FÍM, Íslensk Grafík,
SÍM, Nýlistasafninu. Margrét hlaut norræn vatnslitaverðlaun á þessu ári. The Winsor &
Newton Prize. Verðlaun Norræna Vatnslitafélagsins/Col Art The Nordic Watercolor
Association Prize 2023.
Nánari upplýsingar um Margréti:
https://www.instagram.com/mjons_artist/
Þetta er ekki venjulegt ferðalag heldur mystik, upplifun listamannsins.
Þetta er ekki venjulegt túristaferðalag heldur
mystik og snýst um að horfa, skoða og upplifa og nema. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan:
Við horfum, skoðum, upplifum og finnum.
"It’s clear that our world is profoundly shaped by machines, from motor cars to mobile phones. But what impact do they have upon our awareness?" Sjá umræður:
"Loftnet innsæisins og forgangsröðun eftir tilfinningu eru
aðalvopn listamanna og misjafnt hversu mikla samleið listin á með vitsmunum og
greiningum. Tilgangur lista er að skerpa skynjun, opna sýn inn í annan heim eða
spegla þann sem við tilheyrum, sjá og upplifa heiminn frá óvenjulegum
sjónarhornum, sjá fyrir það sem ekki er til en gæti orðið; m.ö.o. skapa
framtíðina. Fáir sjá það fyrr en eftir á að manngerð form, tónar, hugmyndir
osfrv. eiga uppruna sinn og upphaf í listinni, hjá hinum skapandi öflum."
Comments
Post a Comment