Kjörið að hygge sig á námskeiði í MögguHúsi og komast í burtu frá tölvudrasli, tækni, óreiðu og stressi og vera nær upprunanum! Það er ekki hægt að vera í sveitum Frakklands án þess að hafa bíl og þar sem þetta er fámennt námskeið eða fjórir þá verður hópurinn að vera samtaka og taka flug og bílaleigubíl saman.
Get link
Facebook
X
Pinterest
Email
Other Apps
ArtHoliday í MögguHúsi í Frakklandi árið 2025
Að HORFA, AÐ SKOÐA, AÐ FINNA, AÐ UPPLIFA SÖGUNA MEÐ TILFINNINGUM OG NÆMI!
Vatnslitamálun er ekki kapphlaup heldur leit að sjálfum þér.
Boðið er uppá
námskeið um vor, sumar og haust. Þetta er námskeið í vatnslitun og er ferðalag
sem snýst um andlega næringu, upplifun, mystik og töfra listamannsins.
Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna og hentar öllum sem unna listum
og ævintýrum! Kjörið t.d. fyrir grunn, framhalds og leikskólakennara. Unnið er
undir berum himni í náttúrunni, þorpunum í kring og á vinnustofu sem verið er
að gera upp spölkorn frá húsinu. Dvölin er 7 nætur og þar af 4 kennsludagar og
ein skissu og upplifunarferð eða ferðir um nágrennið (stuttar upplifunar og
skissuferðir eða dagsferð til að skoða gallerí og söfn eða önnur
menningarverðmæti, fellur undir kennslu og því er kennslumagnið aldrei undir 36
kennslutímum.).
Wonder of the Western World' er oft sagt um Mont Saint Michel. MögguHús stendur við hina fornu gönguleið pílagrímanna til Mont Saint Michel en elsta húsið í þorpinu var gististaður þeirra. Skriflegar heimildir um þorpið eru frá 15 öld. Mont Saint Michel er á heimsmynjaskrá UNESCO og því er nauðsyn fyrir allra sem koma í MögguHús að fara dagsferð til Mont Saint Michel til að upplifa.
Hópurinn er fámennur eða aðeins fjórir og tekur sama flug og leigir bílaleigubíl saman. Það sem þarf að koma með er: Vatnslitir, penslar, blýantur, strokleður, yddari, ipad eða sími en þessi tæki eru hluti af skissugerðinni. Eingöngu er í boði að koma með handfarangur (flugfreyjutaska og handtaska)
Námskeiðið miðast við fjóra, ef færri vilja koma þá er það ekkert mál en kostar þá meira á mann. Einkakennsla er frá 1 til 4 manneskjur. Þetta er fámennt námskeið þar sem er gist og starfað á heimili íslenskrar listakonu í Frakklandi sem hlaut Norræn vatnslitaverðlaun the Winsor & Newton/Nordic Watercolor Association Prize 2023. https://www.instagram.com/mjons_artist/
Námskeiðið snýst um að skilja og æfa grundvallaratriði í vatnslitamálun. Njóttu góðs af raunverulegri kennslu sem byggir á reynslu og fagmennsku viðurkennds listamanns og kennara sem hefur starfað samfleytt í 50 ár. Námið byggist á tilraunum en ekki að leiðbeina þér skref fyrir skref til að búa til fallegt verk í stíl kennarans eða annarra, heldur að hjálpa þér að komast í samband við eigin kjarna og að vinna út frá sjálfri þér. Námskeiðið er fyrir alla, óháð reynslu og menntun, byrjendur eru velkomnir.
Öll innkoma af leigu og námskeiðum fara í viðgerðir og vil ég þakka gestum og nemendum sem hafa komin því án þeirra hefði ég aldrei náð að halda MögguHúsi en Hrunið hefur rústað draumum og heilsu margra. Húsið er íbúð og vinnustofa Margrétar Jónsdóttur listmálara og er hugsjónarstarf og er ekki hugsað sem fjárfesting og verður vonandi art residency í framtíðinni fyrir íslenska listamenn sem vilja dvelja í franskri sveit.
Innifalið:
Dvöl í MögguHús í
7 nætur, hópurinn hefur húsið út af fyrir sig en það er heimili og vinnustofa Margrétar Jónsdóttur listmálara.
Kennsla frá 9 til
13 eða 6 kennslutímar á dag í 4 daga, að auki skissu og upplifunarferðir sem falla undir kennslu og þá bætast við allt að 12 kennslutímar eða meira svo
kennslumagnið er ekki undir 36 kennslutímum.
Ein dagsferð, skissu og
upplifunarferð eða stuttar ferðir um nágrennið (upplifunar og
skissuferðir. Fellur undir kennslu.)
Pappír
Skissu eða vatnslitablokk
Af hverju teikning skiptir máli?
Hingað til hafa eingöngu konur komið og oftast þekkjast þær ekki en hafa allar sömu ástríðuna fyrir listinni og eru því meðal jafningja. Mikil nánd er á námskeiðinu sem er ekki fyrir alla. Greiða verður staðfestingargjald 500 evrurí upphafi sem ekki er endurgreitt en verður að inneign ef hætt er við ferðina. Greiða verður námskeiðsgjaldið 3 mánuðum fyrir komu en ef hætt er við af einhverjum ástæðum þá er ekki um endurgreiðslu að ræða heldur inneign. Flestir hóparnir gista 1 til 3 nætur í París á heimleið til að skoða myndlistarsýningar, söfn og annað sem borgin hefur uppá að bjóða.
Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á frakklandsferdir@hotmail.com
Teikning, látbragð og hugsun eru óaðskiljanlega tengd í heila okkar. Andrea leiðir okkur í gegnum nokkrar taugavísinda- og listsköpunaraðferðir til að sýna fram á að þetta tvennt er meira tengt en við ímyndum okkur. Sérstaklega hjálpar teikningin okkur að hugsa og gæti jafnvel þróast umfram vitsmunalega hæfileika okkar. Andrea leiddi okkur síðan inn í listamannaheiminn og lýsir ferlinu við að teikna verk og hvernig verkið talar til baka til listamannsins þegar þeir þróa saman listaverk, ofan frá og niður og neðan frá.
Comments
Post a Comment