ArtHoliday og workshop í MögguHúsi í Frakklandi í sumar!
Þetta er ekki
venjulegt ferðalag heldur mystik, upplifun listamannsins. Námskeiðið miðast við
fjóra og á lokaða hópnum á facebook sjáið þið dagsetningar fyrir námskeiðin í
sumar, hakið við tímabilið sem þið hafið áhuga á sjá: https://www.facebook.com/groups/178194505878388/
ArtHoliday og workshop í MögguHúsi í Frakklandi er námskeið
í vatnslitun og er ferðalag sem snýst um upplifun, mystik og töfra. Námskeiðið
er fyrir byrjendur og lengra komna og hentar öllum sem unna listum og
ævintýrum! Kjörið t.d. fyrir grunn, framhalds og leikskólakennara. Unnið er
undir berum himni í náttúrunni, þorpunum í kring og á vinnustofu sem verið er
að gera upp spölkorn frá húsinu. Dvölin er 7 nætur og þar af 4 kennsludagar.
Innifalið í verði er gisting í 7 nætur, morgunverður og léttur
kvöldverður/snarl í 4 daga en allir verða að taka þátt í undirbúningi, frágang
og tiltekt. Ýmsir áhugaverðir staðir heimsóttir og í hádeginu fer hópurinn og
kynnist þorpunum í kring og snæðir saman á einhverju veitingahúsinu en það eru
alltaf góð tilboð í hádeginu út um alla sveit. Skissubók og vatnslitapappír er
einnig innifalið. Það er ekki hægt að vera í sveitum Frakklands án þess að hafa
bíl og þar sem þetta er fámennt námskeið eða aðeins 4 þá verður hópurinn að
vera samtaka og taka flug og bílaleigubíl saman og vera aðeins með handfarangur (flugfreyjutöskur).
Sendið póst á frakklandsferdir@hotmail.com fyrir nánari upplýsingar.
Sendið póst á frakklandsferdir@hotmail.com fyrir nánari upplýsingar.
Comments
Post a Comment