Hvað er betra en franskur matur?
Námskeið í vatnslitun fyrir byrjendur og lengra komna, hentar öllum sem unna listum og ævintýrum! Þetta er menningarferð og hópefli, kjörið t.d. fyrir grunn, framhaldsskóla og leikskólakennara.
Námskeiðin miðast við fjóra sem verða einnig að taka flug og bílaleigubíl saman. Farangurinn er eingöngu handfarangur og handtaska. Stærri töskur komast ekki í farangursgeymsluna á bílnum svo ef einhver getur ekki sætt sig við það þá situr hann eftir heima. Þetta skipulag er gert til að halda niðri kostnaði fyrir þáttakendur auk þess að húsið er ekki stórt og ekki hægt að vera með töskur út um allt, munið að þetta er heimili listamanns en ekki hótel. Verð á bílaleigubílum fara eftir vali hópanna og eins hvort margir ökumenn eru eða ekki en það er hægt að leigja bíl frá um 100€ upp í nokkur hundruð, allt eftir kröfum. Munið að núna er hámarkshraði 80km nema á hraðbrautinni!
Eftirfarandi upplýsingar um mig: Margrét Jónsdóttir listmálari er fædd í Reykjavík 1953 og hefur unnið sem myndlistarmaður í tæp 50 ár og stundað kennslu í 25 ár bæði við framhaldsskóla, grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diploma í frjálsri myndlist og síðar diploma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diploma frá Kennaraháskólanum. Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eign helstu listasafna landsins og hefur hún hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna og er hennar getið í ritinu Íslensk listasaga sem er fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir m.a. um verk Margrétar:„Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg - gagnvart sjálfri sér og áhorfendum.“
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir m.a. um verk Margrétar:„Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg - gagnvart sjálfri sér og áhorfendum.“
Comments
Post a Comment