Næsta nágrenni við MögguHús ....
Hér fyrir neðan eru nokkur myndskeið frá nærumhverfi hússins en ég vil vitna í einn gest hússins arkitektinn Pálma Guðmundsson:
Kæra Margret.Ég þakka fyrir mig að hafa getað eytt kyrrðardögum jóla og áramóta í þessu hlýlega húsi þínu í St. Pierre sur Orthe. Mér hafði yfirsést þessi staður, Loiredalur, á heimskortinu. Með sínum dölum og hlíðum, engjum og vínekrum, köstulum, herragörðum og kirkjum, mat og drykk er Loiredalurinn sannarlega ferðarinnar virði. Ég get ímyndað mér að húsið hafi verið fremur hrörlegt þegar þú keyptir það en það er lyginni líkast hvernig nostrað hefur verið við sérhvert smáatriði í þessu húsi og það verið fært til nútímans. Ég dáist lika að þvi hvernig glittir i fortíðina á völdum stöðum í húsinu; hlaðinn veggur fær að halda sér, bitar óhreyfðir sumir, gólfefni bera slit timans furðu vel. Hér er allt rétt gert og vel. Að borða hér í þessu húsi steikta andalifur og það að hætti hússins við tóna Bachs og Corellis, er að komst nær almættinu. Ég þakka kærlega fyrir ógleymanlegar hátiðir 2015-2016.
Pálmi Guðmundsson arkitekt
Comments
Post a Comment