Hentar öllum sem unna listum og ævintýrum!
ArtHoliday og workshop er endurtekið í MögguHúsi í Frakklandi í sumar en þau tókust nokkuð vel síðastliðin tvö sumur. Námskeiðið er í vatnslitun fyrir byrjendur og lengra komna og hentar öllum sem unna listum og ævintýrum ...kjörið t.d. fyrir grunn og framhaldsskólakennara og leikskólakennara. Unnið verður úti undir berum himni í garðinum og á vinnustofu sem verið er að gera upp spölkorn frá húsinu. Dvölin er 7 nætur og þar af 4 kennsludagar. Innifalið í verði er gisting í 7 nætur, morgunverður og léttur kvöldverður í 4 daga en allir verða að taka þátt í undirbúningi, frágang og tiltekt.
Ýmsir áhugaverðir staðir einnig heimsóttir og í hádeginu fer hópurinn og kynnist þorpunum í kring og snæðir saman á einhverju veitingahúsinu en það eru alltaf góð tilboð í hádeginu út um alla sveit. Skissubók og vatnslitapappír er einnig innifalið.
Vatnslitur er þægilegur á ferðalögum og eins þegar vinnuaðstaðan er lítil ..oftast þarf ekki nema eitt lítið borð. Þegar ég kenni þá vil ég ekki að nemendur máli eins og ég heldur geri tilraunir og reyni að finna eigin samhljóm …ferlið sjálft í myndgerðinni er heilandi og skiptir meira máli en útkoman.
Sendið póst á frakklandsferdir@hotmail.com til að fá nánari upplýsingar.
Vatnslitur er þægilegur á ferðalögum og eins þegar vinnuaðstaðan er lítil ..oftast þarf ekki nema eitt lítið borð. Þegar ég kenni þá vil ég ekki að nemendur máli eins og ég heldur geri tilraunir og reyni að finna eigin samhljóm …ferlið sjálft í myndgerðinni er heilandi og skiptir meira máli en útkoman.
Sendið póst á frakklandsferdir@hotmail.com til að fá nánari upplýsingar.
Það er ekki hægt að vera í sveitum Frakklands án þess að hafa bíl og þar sem
þetta er fámennt námskeið eða hámark 4 til 5 þá verður hópurinn að vera samtaka og taka flug og bílaleigubíl saman. Sendið póst á frakklandsferdir@hotmail.com til að fá nánari upplýsingar.
Comments
Post a Comment