Skip to main content

Posts

Featured

Kjörið að hygge sig á námskeiðinu í MögguHúsi og komast í burtu frá tölvudrasli, tækni, óreiðu, stressi og  vera nær upprununum!  "Dásamlegur staður, það er svo skrítið að ferðin í fyrrasumar er eins og óraunverulegur draumur."    Boðið er uppá námskeið um vor,  sumar og haust.  Þetta er námskeið í vatnslitun og er ferðalag sem snýst um andlega næringu, upplifun, mystik og töfra listamannsins. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna og hentar öllum sem unna listum og ævintýrum! Kjörið td fyrir grunn, framhalds- og leikskólakennara. Unnið er undir berum himni í náttúrunni, þorpunum í kring og á vinnustofu sem verið er að gera upp spölkorn frá húsinu. Dvölin eru 7 nætur, 4 kennsludagar og e in til tvær dagsferðir eru farnar til að skoða gallerí og söfn eða önnur menningarverðmæti.  Hópurinn er fámennur, aðeins fjórir og tekur sama flug og leigir bílaleigubíl saman.  Það sem þarf að koma með er: Vatnslitir, penslar, Ipad eða sími en tækin ...

Latest Posts

ArtHoliday í MögguHúsi í Frakklandi árið 2024